Ferill 244. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1988–89. – 1058 ár frá stofnun Alþingis.
111. löggjafarþing. – 244 . mál.


Ed.

660. Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 87/1985, um sparisjóði.

Frá 2. minni hl. fjárhags- og viðskiptanefndar.



    Frumvarp þetta er tvíþætt. Annars vegar lýtur það að nauðsynlegum breytingum á lögum um sparisjóði í kjölfar þess að sýslunefndir hafa verið lagðar niður og er að sjálfsögðu ekki ágreiningur um þau ákvæði frumvarpsins.
    Hins vegar ber frumvarpið merki þeirrar stefnu sem ríkisstjórnin hefur í banka- og peningamálum og er jafnsjálfsagt að fella þau ákvæði frumvarpsins sem eru af þeim toga.
    Eyjólfur Konráð Jónsson var fjarverandi við afgreiðslu málsins þar sem hann er erlendis.


Alþingi, 21. mars 1989.


Halldór Blöndal.